Hvar sæki ég um fyrir barnið mitt í skólahljómsveit?
Þú sækir um fyrir barnið þitt inn á 
Rafrænni Reykjavík.

Hægt er að sækja um vegna skólaársins 2019-2020 til 15 maí en tekið er við umsóknum allt árið. Námsgjöld fyrir vorönn 2020 eru 15.800 kr og hljóðfæragjald fyrir þá önn 4.500 kr.

Greiða þarf námsgjöld fyrir hverja önn. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. 

Athugaðu að þú getur nýtt frístundakort Reykjavíkurborgar til þess að greiða hluta skólagjalda.