Þverflauta er blásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Þverflauta tilheyrir hópi tréblásturshljóðfæra því áður fyrr voru þær smíðaðar úr viði, þrátt fyrir að þær séu í dag flestar úr málmi, eins og silfri, gulli og platínu. 

Námi á þverflautu í skólahljómsveitum er skipt upp í fjóra áfanga. Hægt er að skoða yfirlit yfir hvern áfanga, væntingar, verkefni og dæmi um námsefni í lýsingum sem er að finna hér á síðunni.