Prenta |

Stefna

Meginmarkmið skólahljómsveita í Reykjavík er að efla hæfni, þekkingu og þroska nemenda í tónlist með hljómsveitarstarfi og styðja við tónlistaruppeldi nemenda sinna í samstarfi við skólana.

Hlutverk og markmið skólahljómsveita er að

• Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar.

• Jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms.

• Efla félagsleg samskipti.

• Efla sjálfsaga, samvinnu og sjáflstæð vinnubrögð.

• Stuðla að aukinni tónlistarþekkingu og veita nemendum tækifæri til að koma fram við ýmis tækifæri.

• Vekja áhuga annarra ungmenna á tónlistarstarfinu með því að koma fram á viðburðum og hátíðahöldum í sínu hverfi.

 

Skilgreining á skólahljómsveit

• Skólahljómsveitir taka mið af aðalnámskrá tónlistarskóla.

• Skólahljómsveitirnar hafa faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði innan ramma aðalnámskrár tónlistarskóla, stefnu Reykjavíkurborgar og fjárhagsramma hvers árs.

• Hver skólahljómsveit þjónustar ákveðna skóla sem samþykkt hefur verið í hverfaskiptingu.

• Hver skólahljómsveit gerir sérstaka starfsáætlun með þeim sameiginlegum markmiðum sem liggja fyrir.

• Í skólahljómsveit er kennt á öll helstu blásturshljóðfæri og slagverk.

• Skólahljómsveitir eiga aðild að Prófanefnd tónlistarskóla.

• Stefnt er að tónfræðakennslu í hóptímum fyrir þá sem hyggja á áfangapróf.

• Foreldrafélag starfar í tengslum við hverja skólahljómsveit

 

(Unnið á sameiginlegum starfsdegi kennara skólahljómsveita 2. apríl 2013)