Skólahljómsveit Austurbæjar

Skólahljómsveit Austurbæjar
Símanúmer: 664 8404
Hljómsveitarstjóri: Vilborg Jónsdóttir
Vefur: austurbaer.skolahljomsveitir.is

Upphaf Skólahljómsveitar Austurbæjar má rekja til 18. nóvember 1954 þegar bæjarráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum að stofna tvær skólalúðrasveitir innan barnaskóla borgarinnar, í austurbænum og vesturbænum.  

Hljómsveitin þjónar grunnskólum í gamla austurbænum.
Samæfingar fara fram í Laugarnesskóla, en kennt er í einkatímum í fleiri skólum, háð húsnæði og nemendasamsetningu.

Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar

Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar
Heimilisfang: Hringbraut 116-118, 101 Reykjavík
Símanúmer: 561 4661
Hljómsveitarstjóri: Lárus H. Grímsson
Vefur: vesturbaer.skolahljomsveitir.is

Upphaf Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar má rekja til 18. nóvember 1954 þegar bæjarráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum að stofna tvær skólalúðrasveitir innan barnaskóla borgarinnar, í vesturbænum og austurbænum.

Hljómsveitin þjónar grunnskólum í vestur- og miðbæ Reykjavíkur.
Samæfingar eru í Hljómskálanum.
Einkatímar eru í grunnskólum vesturbæjar og miðbæjar.

 

Skólahljómsveit Grafarvogs

Skólahljómsveit Grafarvogs
Heimilisfang: Húsaskóli, Dalhúsum 41, 112 Reykjavík
Símanúmer: 587 8189 / 664 8189
Hljómsveitarstjóri: Einar Jónsson
Vefur: grafarvogur.skolahljomsveitir.is

Skólahljómsveit Grafarvogs hóf starfsemi 1992 sem sérverkefni á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur en var formlega stofnuð 21. mars 1993. Hljómsveitin þjónar grunnskólum í Grafarvogi og Grafarholti. Hún hafði í upphafi aðsetur í Foldaskóla en frá hausti 2012 er aðsetur hennar í Húsaskóla.

Stofnandi og stjórnandi í upphafi var Jón E. Hjaltason. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Einar Jónsson, sem tók við starfinu 1. ágúst 2007.

Skólahljómsveit Grafarvogs stóð fyrir landsmóti Samtaka Íslenskra Skólalúðrasveita í Grafarvogi árið 1997 og aftur 2004. Hljómsveitin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í menningarlífi Grafarvogs og var fulltrúi Reykjavíkurborgar á tónlistarhátíð evrópskra ungmenna árið 1996. Þá hefur hún leikið í Portúgal, Noregi, Lúxemborg og Ungverjalandi.

Sveitin skiptist í þrjár sveitir (A-B-C) og er skipuð liðlega eitt hundrað nemendum.

 

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Heimilisfang: Breiðholtsskóla, Arnarbakka 1 - 3, 109 Reykjavík
Símanúmer: 557-8075 og 664-8156
Hljómsveitarstjóri: Snorri Heimisson
Vefur: arbaer.skolahljomsveitir.is

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð veturinn 1968-1969. Í hljómsveitinni eru börn og unglingar úr grunnskólum í Árbæjar- og Breiðholtshverfum.

Aðsetur er í Breiðholtsskóla, en kennt er í einkatímum í fleiri skólum, háð húsnæði og nemendasamsetningu. Kennsla fer fram í einkatímum en aðaláhersla er lögð á að kenna nemendum að leika saman í hljómsveit.

Nemendur eru í þremur deildum (A-B-C), sem skipaðar eru eftir aldri og getu.